Contact info: assab95@gmail.com




ASSA
BORG
SNÆVARR
ÞÓRÐARDÓTTIR


Ferilmappa sem lýsir menntunarferli


Námsyfirlit

BA-nám í sviðslistum frá Listaháskóla Íslands, 2018-2021.
   
BA-nám í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, 2023-núna. 

Hvers vegna valdi ég stjórnmálafræði?

Ég hef alltaf verið áhugasöm um stjórnmál, innlendum sem erlendum. Seinustu ár hef ég fylgst vel með fréttum og sótt sérstaklega í dægurefni sem tengjast því sem er að gerast í heiminum, hvort sem það eru bíómyndir eða þáttaraðir byggðar á fortíðinni, eða hlaðvarpsþættir á vegum fréttamiðla sem segja frá málefnum líðandi stundar.

Hvað gerist næst?

Stjórnmálafræðin hefur kynnt mig fyrir greinum á borð við alþjóðstjórnmál og varnar- og öryggismálafræði, og eins og staðan er núna þá hef ég sett stefnuna á það að fara í framhaldsnám í annarri hvorri greinarinnar.

Styrkleikar

Stjórnmálafræðinámið hefur sýnt mér að ritgerðir eru mín sterkasta hlið og ég mér hefur gengið vel í flestum ritgerðum sem ég hef skilað inn. Í áfanga í alþjóðastjórnmálum skrifaði ég tvær ritgerðir og fékk 8,1 fyrir fyrri ritgerðina og punkta frá kennaranum sem hjálpuðu mér að bæta vinnubrögðin og hvöttu mig áfram. Fyrir seinni og stærri ritgerðina hafði ég athugasemdirnar í huga og uppskar 9 í einkunn. Athugasemdirnar sem ég fékk í þessum áfanga gögnuðust ekki eingöngu þar heldur í öðrum áföngum. Fyrir lokaritgerðina mína í íslenskri stjórnmálasögu fékk ég 9,5 í einkunn, en það var seinasta verkefnið sem ég gerði þá önnina og sýndi fyrst og fremst mér sjálfri hve mikði ég hef nú þegar lært í náminu.

Samvinna

Hópverkefni hafa verið nokkuð stór hluti af náminu og þau hafa í rauninni verið jafn misjöfn og þau eru mörg. Hóparnir hafa verið misstórir, allt frá tveggja manna verkefnum upp í sjö manna. Hópverkefni eru krefjandi, sérstaklega stór hópverkefni. Ég tek hópverkefnum almennt frekar alvarlega og tel mig vinna vel í hóp. Ég fékk mikla æfingu í því að vinna í hóp í náminu við LHÍ og yfirfæri þá færni á verkefnin sem ég vinn við HÍ. Ég vann hópverkefni í stórum hóp á seinustu önn og þó að samstarfið hafi gengið upp og ofan þá fengum við 9,6 í einkunn fyrir verkefnið, sem mér fannst virkilega vel af sér vikið fyrir krefjandi verkefni sem unnið var með sex öðrum nemendum. Ég tel mig vera ágætlega færa félagslega, ég er ekki feimin og á auðvelt með að tala við fólk sem og fyrir framan fólk.

Skipulagsfærni

Skipulag er eitthvað sem ég á stundum erfitt með, ég hef margt á minni könnu frá degi til dags. Ég held mitt eigið heimili og ber ábyrgð á litlu barni, auk þess að vera í fullu námi og sinna verkefnum sem tengjast ekki skólanum. Það er oft erfitt að láta þetta allt saman ganga upp og ég hef oftar en einu sinni og oftar en tvisvar þurft að biðja um lengri frest eða fá leyfi til þess að taka próf seinna. Að verða betri í að skipuleggja tímann minn er eilíf áskorun og eitt af því sem ég verð og vil bæta mig í.


Gagnrýninn og skapandi hugsunarháttur

Ég er fróðleiksfús og hef gaman að rannsóknarvinnunni sem fylgir ritgerðarskrifum. Ég held að það sé einn af mínum allra sterkustu kostum, hve dugleg ég er að skoða og lesa heimildir fyrir ritgerðir og sigta út bestu heimildirnar. Stjórnmálafræðinámið (og sviðslistanámið) hafa sannarlega bætt mig í allri gagnrýnni hugsun, en líka að hugsa lausnamiðað og á skapandi hátt. Það er mikill lærdómur að halda öllum þeim boltum á lofti sem ég þarf að gera og að láta það ganga upp. Útskriftarverkefnið mitt af sviðshöfundabraut LHÍ var frumsamið leikrit sem fékk mjög góða umsögn frá matsnefndinni og ég er enn þann í dag afar stolt af. Þó að leikritun tengist stjórnmálafræði ekki beint þá er þetta allt æfing í því að skrifa, skapa og hugsa á gagnrýninn hátt.